Eskifjörður er einn af þrem elstu verslunarstöðum á Austurlandi, sem enn gegna því hlutverki. Verslun hefur verið þar samfellt síðan 1798, þegar danska verslunarfyrirtækið Örum & Wulff hóf starfsemi sína hér á landi og reisti fyrsta verslunarhúsið í Útkaupstað. Eitt hús frá þeirri verslun stendur enn, svokölluð Gamla-búð. Árið 1802 byggði fyrsti íslenski kaupmaðurinn, Kjartan Þorláksson Ísfjörð, verslunarhús í Framkaupstað og síðan hvert húsið af öðru. Rak hann verslun þar til dauðadags 1845. Á Eskifirði hafa jafnan verið síðan tvær eða fleiri verslanir.

Nánari upplýsingar um sögu Eskifjarðar er að finna á www.eskifjordur.is
Nánari upplýsingar fyrir ferðamenn um Eskifjörð er að finna á www.VisitEskifjordur.is